ChildsPlay í Klambratúni

KRUMMA setti nú í sumar upp ChildsPlay gervigrasið frá Notts Sport í fyrsta sinn á Íslandi. ChildsPlay gervigrasið er ólíkt öðru gervigrasi að því leyti að það er þéttara og mýkra en flest önnur. Stráin og botninn eru ofin saman og mynda heild ólíkt öðrum framleiðendum þar sem stakur vöndull stráa er festur ofan í dúkinn. ChildsPlay gervigrasið heldur því sandinum betur í sér en önnur og er sterkara. Starfsmenn KRUMMA hafa hlotið þjálfun í uppsetningu gervigrassins frá Notts Sport, framleiðanda þess.
Vegna gæða og styrkleika hefur ChildsPlay verið sett upp í mörgum af vinsælustu leiksvæðum heims, eins og t.d. á nokkrum stöðum í Central Park, New York.

Lestu meira um ChildsPlay gervigrasið hér.