Fallvarnir

Í Evrópu er EN1176 gildandi staðall um öryggi leiktækja. Staðallinn fjallar um hönnun, eftirlit og viðhald en grunnur staðalsins eru slysaskráningar og aðrir áður gildandi eldri staðlar í Evrópu.

Samkvæmt EN1176 ber seljendum að upplýsa um skilgreinda fallhæð úr tækjum sem boðin eru. Auk þess ber að upplýsa um rýmisþörf eða öryggissvæði leiktækja, en það er autt svæði umhverfis leiktækin. Flest slys á leiksvæðum verða vegna einhvers konar falls, leiksvæði getur því aldrei talist gott nema uppfylltar séu kröfur um öryggissvæði og fallvarnir.

Við hjá KRUMMA bjóðum upp á nokkrar gerðir fallvarna eins og öryggisdúka, grasmottur, öryggishellur og gervigras.