Gervigras frá Notts Sport

Notts-Sport-1

Notts Sport  er brekst fyrirtæki sem er leiðandi í hönnun, ráðgjöf og framleiðslu á yfirborði fyrir leikvelli og íþróttasvæði. Childsplay línan frá Notts sport er ein hagkvæmasta langtíma lausn til hægt er að fá svæði fyrir börn og íþróttir.

ChildsPlay er hagkvæmara, öruggara gervigras sem hægt er að nota til þess lífga upp á gamla leikvelli eða setja á glænýja.

ChildsPlay gervigrasið er þéttara og mýkra en flest önnur. Stráin og botninn eru ofin saman og mynda heild ólíkt öðrum framleiðendum þar sem stakur vöndull stráa er festur ofan í dúkinn. ChildsPlay heldur því sandinum betur í sér en önnur gervigrös sem lækkar rekstarkostnaðinn töluvert.

Gervigrasið er hægt að legga yfir steinsteypu, möl, gras eða annan jarðveg, hvort sem hann sé sléttur eða hólóttur.

ChildsPlay kemur í mörgum gerðum og þykktum og veitir fallvörn allt að 3 metrum.

Hér má sjá skjal um efnisþykktir ChildsPlay.

ChildsPlay býður upp á fallega og litríka fallvörn allt að 3 metrum og er því fullkomin lausn fyrir kastala, klifurtæki, rólur og önnur leiktæki.

Gervigrasið er vottað samkvæmt EN1176:2008 og vegna styrkleika má það oft finna á stöðum þar sem er mikið álag eins og í Central Park, New York.

Þrátt fyrir mjúkt yfirborð gervigrassins er það nánast ónæmt fyrir skemmdarverkum. Sandurinn og þéttleiki gervigrassins gerir það að verkum að ef eldur berst í gervigrasið nái hann ekki að breiðast út. Einnig gerir sandurinn það nánast ómögulegt að skera grasið og allt graffiti er hægt að bursta í burtu.

Starfsmenn KRUMMA hafa fengið þjálfun í uppsetningu gervigrassins frá Notts Sport, framleiðanda þess.

Kerfið er 100% endurvinnanlegt.

ChildsPlay gervigrasið er nokkuð þægilegt í uppsetningu og hafa starfsmenn KRUMMA fengið kennslu í uppsetningu þess frá framleiðendum gervigrassins.

Uppsetningarleiðbeiningar á ensku (.pdf)

Childsplay er falleg og hagkvæm leið til að koma í veg fyrir slitið gras og moldarbletti.

Childsplay er hægt að nota til að búa til líflega og fallega göngustíga, garða og skólalóðir.

Hægt er að leggja gervigrasið nánast hvar sem er – á flatlendi, í brekkur eða á óreglulegar hæðir.

Dæmigerðar uppsetningar Childsplay:

  • Garðar
  • Göngustígar
  • Skólalóðir
  • Íþróttavellir
  • Hestastígar
  • Sumarhúsabyggðir
  • Golfvellir