Öryggishellur frá ERR-Team

err-logo-en

ERR Team var stofnað árið 2004 og sérhæfir sig í framleiðslu á öryggismottum úr endurunnu gúmmí. Motturnar eru hentugar sem fallvörn á leiksvæði, þótt það sé vel hægt að nota þær á næstum hvaða yfirborð sem er. 

* Leikvelli og leiksvæði
* Undir stór leiktæki
* Undir rólur
* Á íþrótta og heilsusvæði
* Á göngustíga

Í raun eru möguleikarnir óendanlegir!

* Dregur úr höggi og hljóði
* EN1177 vottun
* “Anti-slip” yfirborð
* Brýtur upp og setur skemmtilegan svip á líflausa fleti
* Lítið eða ekkert viðhald
* Virkar í öllum veðrum

Öryggishellurnar frá ERR TEAM eru tengdar saman með pinnum en við mælum alltaf með því að hellurnar séu límar saman að auki. Starfsmenn KRUMMA fengið kennslu í niðursetningu á hellunum frá framleiðendum.

Öryggishellurnar eru vönduð og varanleg lausn á svæðum sem innihalda leiktæki, svæðum sem þarf að brjóta upp og gefa smá líf og lit.

Möguleikar á notkun eru óednanlegir en sem dæmi um uppsetningu má nefna:

  • Garðar
  • Göngustígar
  • Leiksvæði
  • Íþróttasvæði
  • Í kringum heita potta
  • Á svæðum þar sem mikil bleyta er
  • Svæði sem mikið álag og áreiti er á