Körfurólan ekki frá KRUMMA

Að gefnu tilefni viljum við taka fram að körfurólan sem var talað um í frétt mbl.is (http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/06/25/barn_slasast_alvarlega_i_korfurolu/) var ekki smíðuð af KRUMMA. Við lítum málið samt sem áður mjög alvarlegum augum og erum að endurskoða það hvort áfram ætti að bjóða upp á vöruna.

Við útbúum allar okkar rólur þannig að sveifla og hraði er takmarkaður sem ætti að koma í veg fyrir slík slys. Leiktæki ættu að sjálfsögðu aldrei að geta valdið alvarlegum slysum.

Róla 104 X