KRUMMA 30 ára

Krumma var stofnað á þessum degi árið 1986 af hjónunum Elínu og Hrafni, sem eru enn í dag eigendur fyrirtækisins, í dag eru starfsmenn fyrirtækisins um 20 yfir sumartímann.

13405155_10153636245087644_458709064_o

Börn við leikskólann Klettaborg að taka fyrstu skólfustunguna að húsnæði KRUMMA við Gylfaflöt 7.

Megintilgangur stofnun Barnasmiðjunnar á sínum tíma var að innleiða breytingar í vöruúrvali á leiktækjum og leikföngum.

13383394_10153636244927644_184766931_o

Húsnæði KRUMMA við Gylfaflöt að rísa.

Í dag er KRUMMA stærsti leiktækjaframleiðandi á landinu með fjórar vörurlínur, ásamt því að vera í samstarfi við þekkt alþjóðleg fyrirtæki þar sem áhersla er lögð á gæði og öryggi. Allar vörulínurnar hafa það að leiðarljósi að höfða til mismunandi aldurshópa og því er rík áhersla lögð á þarfir og kröfur barna í hverjum aldurshópi. Að auki starfrækir KRUMMA stóra verslun við Gylfaflöt 7.

13413925_10153636246317644_668529183_n

Fyrsta leiktækið sem KRUMMA framleiddi.

13383737_10153636245282644_1970726901_o

Eigendur KRUMMA Elín og Hrafn á upphafsárum rekstursins.

KRUMMA þakkar samfylgdina á liðnum árum og hlakkar til samferðar komandi ára.