KRUMMA-FLOW sett upp við Norræna húsið

Í tilefni af sýningunni “Öld barnsins” sem opnar í Norræna húsinu í lok júlí þá hafa KRUMMA og Norræna húsið verið í samstarfi varðandi uppsetningu á tækjum úr KRUMMA-FLOW línunni á lóð Norræna húsins. Ljóst er að KRUMMA-FLOW sem er íslensk hönnun og framleiðsla þar sem fyrirmyndin er sótt í íslenska náttúru kemur til með að  vekja athygli ungra og aldna sem leggja leið sína um svæðið.

DSCF0470 DSCF0490

Tækin voru formlega vígð við upphaf Vatnsmýrarhátíðarinnar síðastliðinn sunnudag með pompi og prakt.