KRUMMA hlýtur markaðsstyrk Ranníss

TTHsjodur_rannis

Krumma ehf. hlaut á dögunum 10.000.000 króna styrk úr Tækniþróunarsjóði Ranníss. Styrkurinn er veittur til frekari markaðssetningu á KRUMMA-Flow línunni á erlendum markaði. Í dag er KRUMMA-Flow komið með dreifingaraðila í 14 löndum og stendur til að fjölga í þeim hópi. Fyrsta KRUMMA-Flow salan á erlendri grundu fór fram í Portúgal fyrr á þessu ári og má segja að boltinn sé byrjaður að rúlla.

Við hjá KRUMMA erum stolt af þessari vörulínu hjá okkur og þess má geta að nýlega voru tæki úr KRUMMA-Flow línunni sett upp fyrir framan Norræna húsið í Reykjavík við hátíðlega athöfn.

Sjá meira um KRUMMA -Flow hér.