KRUMMA sýnir á Blóm í bæ

Helgina 26. – 28. júní 2015 verður Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ haldin í sjötta sinn í Hveragerði. Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim.

KRUMMA ætlar að vera með bás og kynna vörur sem okkur þykir henta sérstaklega vel í garða og sumarbústaði. Fjöldi viðburða verða á sviði garðyrkju, umhverfismála, skógræktar og íslenskrar framleiðslu.

Þema sýningarinnar í ár er “Flower power”og mun því hippatímabilið, blómabörnin, ást & friður vera hér alsráðandi og munu blómaskreytar töfra fram skrautlegar skreytingar í þeim anda.