Leiðrétting á misritun í grein Morgunblaðsins

Greinin nefndist “Umfjöllun Stöðvar 2 um hættulegar hreiðurrólur

Í greininni misritaðist nafn skólans þar sem alvarlega slysið varð og viljum við biðjast velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Sagt var að slysið hafi átt sér stað á lóð Hörðuvallaskóla í Kópavogi og að körfuróla og undirlag við hana uppfylli ekki staðla um leiktæki. Hið rétta er að umrætt slys varð á lóð Hraunvallaskóla í Hafnafirði. Lýsing á leiktækinu og undirlagi á því ekki við um það sem er á lóð Hörðuvallaskóla.