Leiktæki

KRUMMA framleiðsla

KRUMMA hannar og framleiðir vörur undir vörumerkjunum KRUMMA-Gull, sem er sérstaklega hannað fyrir leikskóla; KRUMMA-Sport, sem er fyrir grunn- og framhaldsskóla; KRUMMA-Kot, sem er fyrir heimahús og einkaleiksvæði og KRUMMA-Flow.
Krumma hefur framleitt vörur í næstum 30 ár. Allar Krumma vörunar eru hannaðar með öryggi og gæði að leiðarljósi þar sem leikur barnsins er í forgrunni og eru allar vottaðar samkvæmt Evróskum öryggistaðli fyrir leiktæki.

Smelltu hér ef þú vilt sjá lista yfir leiktæki eftir flokkum.

Leiktæki frá KOMPAN

Stærsti leiktækjaframleiðandi í heimi.

KOMPAN var stofnað í Danmörku árið 1970 og er í dag stærsti og vinsælasti leiktækjaframleiðandi heims. Öll leiktæki KOMPAN eru hönnuð frá grunni með það markmið að auka hreyfingu, heilsu og lærdóm barna.

Smelltu hér ef þú vilt sjá lista yfir leiktæki eftir flokkum.

Leiktæki frá VINCI PLAY

VINCI PLAY er pólskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á leiktækjum. Leiktækin frá VINCI PLAY eru frumleg, litrík og hönnuð frá grunni með það að leiðarljósi að auka hreyfingu, heilsu og lærdóm barna. Leiktækin frá VINCI PLAY eru framleidd að stóru hluta úr sterku plasti sem gerir það að verkum að viðhald tækjanna er minna.

Smelltu hér ef þú vilt sjá lista yfir leiktæki eftir flokkum.

Leiktæki frá INTER-PLAY

INTER-PLAY er pólskur leiktækjaframleiðandi sem sérhæfir sig í framleiðslu á leiktækjum sem hafa það að markmiði að skapa öruggt og vinalegt umhverfi. Fyrirtækið hefur lagt áherslu á að skapa og framleiða leiktæki fyrir fatlaða og er með sér framleiðslulínu og gott úrval af leiktækjum fyrir fatlaða.

Smelltu hér ef þú vilt sjá lista yfir leiktæki eftir flokkum.