BERG Ofanjarðar trampólín

kr. 336.900

Hreinsa

Trampólínin frá BERG koma í þrem gerðum; Favorite, Champion og Elite.

Favorite er einfaldasta gerðin. Þar eru GoldSpring Solo gormar, þar sem hver gormur krækist beint í sitt gat á rammanum yfir í hoppudúkinn. Hoppudúkurinn er endingargóður, gormahlífin er 10-20mm þykk og ramminn er galvanhúðaður. Favorite trampólínin koma með Comfort öryggisneti. Ábyrgðin á gormum, hoppudúk og gormahlíf er 2 ár, en 5 ár á rammanum.

Champion er mest selda trampólín gerðin. Þar eru TwinSpring Gold gormar, þar sem í hvert gat krækjast tveir gormar sem fara í V-skáa frá ramma yfir í hoppudúk sem gefur stærra flöt með hámarks skoppi í miðju dúksins. Trampólínið er með AirFlow hoppudúk sem er viðnáms minni og því hoppar maður hærra. Gormahlífin er 30mm þykk og klædd betra efni en sú sem er á Favorite trampólínunum og rammin er galvanhúðaður en auk hennar er svört dufthúðun. Champion trampólínin koma með Deluxe öryggisneti, en í þeim sveigja stangirnar út. Ábyrgðin á gormahlíf og hoppudúk er 2 ár, 5 ár á gormunum og 10 ár á rammanum.

Elite er það allra vandaðasta. Það er með TwinSpring Gold gormum, AirFlow hoppudúk, ramma með galvanhúðun og svartri dufthúðun og Deluxe öryggisneti líkt og Champion. Þar er gormahlífin hins vegar breiðari en í Champion, úr þéttari svamp og klædd betra efni. Fyrir Elite trampólínin er ábyrgðin á hoppudúknum 2ár, 5 ár á gormum og gormahlíf og 10 ár á rammanum.

 
Vörunúmer: Á ekki við Flokkur: Merkimiðar: , , , , , , ,

BERG

Berg er hollenskt fyrirtæki með yfir 30 ára reynslu í framleiðslu á hágæða trampólínum og pedalabílum. Trampólínin og pedalabílarnir eru einkar endingargóð, en hægt er að fá varahluti ef svo ber undir. BERG leggur einnig mikla áherslu á öryggi á sínum vörum, enda eru þær prófaðar í þaula áður en þær koma á markað. Enn fremur hefur BERG fengið Cradle to Cradle – Silver vottun á flest alla pedalabílana sína, en Cradle to Cradle er vottun á öruggari og sjálfbærari framleiðslu fyrir hringrásarhagkerfi.

vörumerki

BERG

Trampólín

Viðbótarupplýsingar

Gerð

Elite, Champion, Favorit

Stærð

270, 330, 380, 430

Litur

Grár, Grænn, Rauður