Saga KRUMMA

1986

Stofnað

KRUMMA var stofnað árið 1986 undir nafninu Barnasmiðjan ehf af hjónunum Elínu Ágústsdóttur, tækniteiknara og Hrafni Ingimundarsyni, vélfræðingi. Hjónin vildu sjá breytingu í vöruúrvali á leiktækjum og leikföngum á íslenskum markaði. Þau voru einu starfsmenn fyrirtækisins fyrstu tvö árin en nú eru þeir rúmlega 20. KRUMMA sérhæfir sig í að hanna og framleiða útileiktæki undir 5 vörulínum. Auk þess rekur KRUMMA leikfangaverslun og heildsölu sem sérhæfir sig í vönduðum og þroskandi leikföngum.

1986

Fyrsta tækið

“Þetta er fyrsta vegasaltið sem við smíðuðum, eins og sést á myndinni er spýtan aðeins 2″ x 8″ en við breyttum því strax í 3″ x 8″.”

1986

Fyrsta rennibrautin

[vcex_image_flexslider post_gallery=”” visibility=”” randomize=”” animation=”slide” loop=”true” height_animation=”500″ animation_speed=”600″ slideshow=”false” slideshow_speed=”5000″ direction_nav=”” direction_nav_hover=”” control_nav=”” control_thumbs=”false” control_thumbs_pointer=”” control_thumbs_height=”70″ control_thumbs_width=”70″ img_size=”wpex_custom” img_crop=”center-center” caption=”false” caption_type=”title” caption_visibility=”” caption_style=”black” caption_rounded=”” caption_position=”bottomCenter” caption_show_transition=”up” caption_hide_transition=”down” caption_width=”100%” caption_delay=”500″ thumbnail_link=”” custom_links_target=”” lightbox_skin=”” lightbox_path=”” lightbox_title=”” lightbox_caption=”” image_ids=”3637,3638,3644,3645,3647,3649″]

1986

Fyrsti kastalinn

1993

Öryggi barna á okkar ábyrgð

Árið 1993 hlaut Barnasmiðjan, fyrst íslenskra fyrirtækja, viðurkenninguna „Öryggi barna á okkar ábyrgð“ fyrir markvissa stefnu í framleiðslu á leiktækjum. Meðal þeirra sem stóðu að viðurkenningunni eru Foreldrasamtökin, Landlæknisembættið, Slysavarnarfélag Íslands og Umferðarráð.

1994

Veljum íslenskt

 

Hrafn prýðir forsíðu Veljum íslenskt, sérblaðs Morgunblaðsins 30. október 1994.

2001

EN 1176

Í lok ársins 2001 varð KRUMMA fyrst íslenskra fyrirtækja til að fá vottun samkvæmt evrópska staðlinum EN 1176 um leikvallasvæði.

2001

Viðurkenning

Fyrir framúrskarandi samstarf í atvinnumálum heyrnalausra.

2002

Bernskugull

Fyrir brautryðjendastarf í þágu barna.

gylfaflöt 7_small

2002

Gylfaflöt 7

Fyrsta skóflustungan að núverandi húsnæði KRUMMA var tekin af elstu krökkunum í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi.

2010

KRUMMA-Flow

KRUMMA-Flow er nýjasta vörulína Krumma. Vörurnar eru hannaðar af Jenný Ruth Hrafsdóttur, verkfræðingi, Ólafi Halldórssyni, iðnhönnuði og Hrafni Ingimundarsyni.

Hönnunin eflir og styður við ímyndunarafl og sköpunargáfur barna. Hönnunin er innblásin af íslenskri náttúrufegurð, síbreytileik hennar og hvernig hún flæðir stöðugt í nýjar birtingamyndir. Tækin falla þannig inn í náttúrulegt umhverfi sitt í þjóðgörðum, almenningsgörðum og opnum svæðum eða hvar sem börn koma saman að leik.

[vcex_image_flexslider post_gallery=”” visibility=”” randomize=”” animation=”slide” loop=”true” height_animation=”500″ animation_speed=”600″ slideshow=”false” slideshow_speed=”5000″ direction_nav=”” direction_nav_hover=”” control_nav=”” control_thumbs=”false” control_thumbs_pointer=”” control_thumbs_height=”70″ control_thumbs_width=”70″ img_size=”wpex_custom” img_crop=”center-center” caption=”false” caption_type=”title” caption_visibility=”” caption_style=”black” caption_rounded=”” caption_position=”bottomCenter” caption_show_transition=”up” caption_hide_transition=”down” caption_width=”100%” caption_delay=”500″ thumbnail_link=”” custom_links_target=”” lightbox_skin=”” lightbox_path=”” lightbox_title=”” lightbox_caption=”” image_ids=”3441,3440,3439,62″]

2011

Barnasmiðjan verður KRUMMA

Í kjölfar KRUMMA-Flow vörulínunnar var nafni fyrirtækisins breytt úr Barnasmiðjunni í KRUMMA.

2014

KRUMMA-Flow á GaLaBau

KRUMMA sýndi KRUMMA-Flow í fyrsta skipti á alþjóðlegri sýningu í Þýskalandi. Viðbrögðin voru mjög góð.

2015

Risakastali við Gufunesbæ

Kastalinn var hannaður af Pétri Jónssyni landslagsarkitekt sem var síðan útfærður af Hrafni til þess að uppfylla alla öryggisstaðla.

Kastalinn var byggður í samstarfi við Norleg, danskan leiktækjaframleiðanda, sem skaffaði m.a. allt efni í kastalann. Kastalinn er stærsti sinnar tegundar á Íslandi en hann tók nokkra mánuði í framleiðslu.