Steinunn Pétursdóttir lætur af störfum eftir 21 ára farsælt starf

Í dag lét Steinunn Pétursdóttir af störfum eftir 21 ára farsælt starf hjá KRUMMA. Hún hóf störf 1. september 1994 og varð strax hægri hönd eiganda KRUMMA þar sem hún er mjög áreiðanleg og stundvís. Steinunn var bókari fyrirtækisins ásamt því að sjá um sölu til skóla.

Eigendur KRUMMA og samstarfsfólk þakkar Steinunni ánægjulegt samstarf og vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar um ókomin ár.

Picture 027
Krummi og Steina