Sýningin Öld barnsins opnuð í Norræna húsinu

Á undaförnum missserum hefur KRUMMA ehf komið að undirbúningi sýningarinnar “Öld barnsins” sem var opnuð við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu í gær. Á sýningunni Öld barnsins er í fyrsta skipti tekin saman norræn hönnun fyrir börn frá upphafi 20. aldar til dagsins í dag.

IMG_8921 IMG_8922

Leiktæki úr KRUMMA-Flow línnuni voru sett niður fyrir framan Norræna húsið sem hluti af sýningunni, en KRUMMA-Flow línan er hönnun með það að markmiði að börn fái að þroska og örva sköpunnargáfu sína í umhverfi sem líkist sem mest íslenskri “náttúru” en þaðan eru fyrirmyndirnar í KRUMMA-Flow línunni sóttar.

IMG_8906 IMG_8907 IMG_8917 IMG_8913

Á sýningunni má meðal annars sjá leikföng frá framleiðundunum BRIO og Kapla bregða fyrir en KRUMMA er umboðsaðili fyrir bæði þessi vörumerki á Íslandi.

IMG_8923  IMG_8937 IMG_8930 IMG_8933

Ljóst er að hróður KRUMMA í þessari sýningu er mikill og er fyrirtækið mjög stolt að geta tekið þátt í svona verkefni.

IMG_8941 IMG_8926

KRUMMA hvetur alla til þess að leggja leið sína niðrí Norræna hús og skoða þessa skemmtilegu sýningu!