Gildi

Gildin okkar

Þrjú gildi eru okkur alltaf efst í huga við framleiðslu og þróun nýrra tækja:

Öryggi

Öryggiskröfur Krumma eru háar. Allar vörur eru vottaðar samkvæmt evrópskum öryggisstöðlum. Öryggi barna er í fyrirrúmi í hönnun og vöruþróun hjá Krumma.

Gæði

Áratugareynsla í hönnun og framleiðslu fyrir íslenska veðráttu endurspeglast í líftíma varanna. Krumma vörur eldast vel þó við leitumst stöðugt við að gera betur.

Leikur

Leikurinn er miðdepill vöruþróunarinnar. Vörurnar eru hannaðar í kringum gildi leiksins til að gera hann skemmtilegan, hvetjandi og krefjandi. Leikurinn er sköpunarkraftur í vöruþróun fyrirtækisins.