Lýsing
Staflanleg rúm sem hönnuð eru með það í huga að börnin fái góða hvíld og séu örugg. Hver hvíldarbekkur er mjög stöðugur á gólfi, með rúnnuð horn og öruggur fyrir börnin. Stærðin á hvíldarrúminu er 100 x 53 cm og hæðin er 14 cm. Þéttleiki netsins á rúmbotninum hleypir lofti í gegn og gerir það mjög þægilegt. Efnið er strengt þannig að það helst strekkt jafnvel eftir margra ára notkun. Hægt að fá bómullarlök og mjúk teppi fyrir börnin í hvíldinni. Rúmgrindin er gerð úr áli og hvíldarbekkur er mjög léttur eða aðeins 2,5 kg og það er auðvelt að stafla svefnbekkjunum saman þegar þeir eru ekki í notkun. Eiturefnalaust. Uppfyllir CE reglugerðir um öryggi barna. Rúmin taka mjög lítið pláss þegar þeim er staflað upp og það er auðvelt að taka þau fram og setja þau til hliðar. Hægt að bæta hjólum (CWRT109) undir hvern hvíldarbekk þannig auðvelt er að færa þau til. Auðvelt að þrífa rúmin og þau eru fljót að þorna. Staflanlegir hvíldarbekkir eru góður kostur fyrir hvíldartímann á barnaheimilum, leikskólum og hjá dagforeldrum.
Lengd: 130 cm
Breidd: 53 cm
Hæð: 14 cm
Litur: Blár
Þyngd: 2,5 kg





