Lýsing
Mismunandi gerðir af viðarkubbum sem eru ýmist kallaðir, sætisgildiskubbar, tugakubbar eða sentikubbar.
Sætisgildiskubbar eða tugakubbarnir eru vinsælir meðal nemenda. Nemendur fá sjónrænan skilning á breytingu eininga þegar þeir verða að tugi og síðan hundraði. Kubbarnir hjálpa þeim að skilja tugakerfið: einingar, tugi, hundraði og fleira. Notaðu einingarnar, löngu, flötu og teningana til að gera talnakerfið áþreifanlegt. Til dæmis talan 132. Þessi tala samanstendur af 1 hundraði, 3 tugum og 2 einingum. Styðdu þetta með því að setja fram 1 flatan, 3 langa og 2 einingar.
41 gulir sætisgildiskubbar með segli á bakinu
13 viðarkubbar af 1 cm3
12 viðarstangir af 10 cm3
16 flatir viðarkubbar af 100 cm3
Aldur: 6-11 ára







