LA SIESTA Dropinn

kr. 31.480

Dropinn frá La Siesta kemur í tveim útgáfum, Joki og Joki Air. Joki er ætlaður innandyra og er handa börnum 3-10 ára. Minnsta hæð sem má hengja hann upp í eru 200 cm. Joki Air er ætlaður utan- sem innandyra og er handa börnum 3-12 ára. Minnsta hæð sem má hengja hann upp í eru 220 cm. Báðar útgáfur þola 80 kg.

Droparnir eru annars vegar úr lífrænni bómull (Joki) og hins vegar úr pólýprópýlene og pólýestar blöndu (Joki Air), en fyllingin í sætinu er úr pólýester. Þeir eru framleiddir í Indlandi. Með þeim fylgir MultiSpot festing sem einfaldar uppsetningu og SmartSwivel snúningslykkja sem eykur öryggið.

Þvo má dropann á 30° viðkvæmu prógrammi. Dropinn má alls ekki fara í þurrkara.

Lýsing

La Siesta

La Siesta var stofnað árið 1991, þegar þýsk hjón hófu innflutning á hengirúmum frá Suður-Ameríku til Þýskalands. Hugsjón þeirra var að færa fólki þá hugarró og afslöppun sem fylgir hengirúmmum, en nú hafa synir þeirra tekið við keflinu. Stefna þessa fjölskyldufyrirtækis einkennist af samfélagslegri ábyrgð og virðingu gagnvart móður jörð.

Sem dæmi má nefna að allur viður sem notaður er í La Siesta vörunum er FSC® vottaður. Enn fremur ýtti annar stofnandi La Siesta eftir því að bómull yrði ræktuð lífrænt í Kólumbíu, en meirihluti hengirúma og -stóla La Siesta eru framleidd þar. Í kjölfar þess stofnaði hann SOCiLA, sem styður við lífræna bómullarrækt í Suður Ameríku.

Viðbótarupplýsingar

Þyngd Á ekki við
Ummál Á ekki við
Efni

Lífræn bómull, Veðurþolið

Gerð

Joki, Joki Air

Litur

Foxy, Dolphy, Froggy, Teddy, Lilly, Moby

vörumerki

La Siesta