LA SIESTA Ferðahengirúm

kr. 13.480kr. 15.730

Ferðahengirúm frá La Siesta, Colibri 3.0. Ferðahengirúmin koma í tveim stærðum, einfalt og tvöfalt en burðarþol beggja stærða er 180 kg.

Ferðahengirúmin eru úr léttu og slitsterku Nylon Trilobal sem andar vel og er fljótt að þorna. Þau eru með áföstum poka sem hægt er að pakka þeim í, en hægt er að nota pokann sem vasa fyrir t.d. sólgleraugu eða nasl á meðan hengirúmið er í notkun. Þeim fylgja trjáfestingar með 40 mm breiðum strappa sem fer vel með tré, og er þægilegt að stilla hæðina á fyrir tilstilli króks úr sterku áli. Ferðahengirúmin eru framleidd á Indlandi.

Þvo má hengirúmin á viðkvæmu prógrammi á 30°C. Þau mega ekki fara í þurrkara.

 

Lýsing

La Siesta

La Siesta var stofnað árið 1991, þegar þýsk hjón hófu innflutning á hengirúmum frá Suður-Ameríku til Þýskalands. Hugsjón þeirra var að færa fólki þá hugarró og afslöppun sem fylgir hengirúmmum, en nú hafa synir þeirra tekið við keflinu. Stefna þessa fjölskyldufyrirtækis einkennist af samfélagslegri ábyrgð og virðingu gagnvart móður jörð.

Sem dæmi má nefna að allur viður sem notaður er í La Siesta vörunum er FSC® vottaður. Enn fremur ýtti annar stofnandi La Siesta eftir því að bómull yrði ræktuð lífrænt í Kólumbíu, en meirihluti hengirúma og -stóla La Siesta eru framleidd þar. Í kjölfar þess stofnaði hann SOCiLA, sem styður við lífræna bómullarrækt í Suður Ameríku.

Viðbótarupplýsingar

Þyngd Á ekki við
Ummál Á ekki við
Stærð

Einfalt, Tvöfalt

Litur

Sunrise, Caribic, Palm, River, Forest, Canyon

vörumerki

La Siesta