Skilmálar

Almennt

KRUMMA ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum vefverslunnar eiga sér stað.

 

Afhending vöru

Hægt er að fá vöruna í verslun okkar að Gylfaflöt 7 í Grafarvogi, ef varan hefur verið greidd fyrirfram þarf að framvísa greiðslukvittun eða persónuskilríki. Velji kaupandi að fá vöruna senda verður hún send með Íslandspósti hf. Reynt er eftir fremsta megni að afgreiða allar pantanir sem berast fyrir kl 13 samdægurs, annars næsta virka dag eftir pöntun. Varðandi allar pantanir sem sendar eru með Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar-, og flutningsskilmálar Íslandspóst Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. KRUMMA ehf ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vörunni við flutning eftir að vörunni hefur verið komið til Íslandspóst.

 

Skilafrestur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin, hér má lesa upplýsingar um skilareglur KRUMMA ehf.

 

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og allur kostnaður sem kann að koma til vegna flutnings og fl. er greiddur af KRUMMA ehf.

 

Netverð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun. Með sama hætti  gilda tilboð í verslun KRUMMA ehf að Gylfaflöt 7 ekki alltaf í vefverslun.

 

Skattar og gjöld

Öll verð í vefverslun KRUMMA ehf eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

 

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður er reiknaður útfrá gjaldskrá Póstins með tilliti til áfangastaðar og fjölda vara, stærð þeirra og þyngd. Gjaldskrá Póstsins má nálgast hér. Fyrirtæki í reikningsviðskiptum greiða fast verð 2.500 kr. fyrir sendingar, en ef pantað er fyrir meira en 40.000 kr. fellur sendingarkostnaður niður.

 

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

 

Notkun á persónuupplýsingum

Allar upplýsingar sem kaupandi kann að skrá við kaup í vefverslun KRUMMA ehf eru aldrei afhentar þriðja aðila. 

 

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða móttaka vöru á sér stað.