Kubbar frá Community Playthings
Sýnir allar 5 niðurstöður
Einingakubbar og holukubbar
Einingakubbar eða Unit blocks, eru heilir, reglulegir kubbar sem gera börnum kleift að byggja upp frá grunni, án flókinna tenginga. Leikurinn snýst um stöðugleika, skipulag og samband hluta. Einingakubbar veita börnum tækifæri til að stunda nám í gegn um leik með efnivið sem að gerði þeim kleift að nýta eigin þekkingu og reynslu. Í leik með einingakubba þróa börn með sér ýmsa færni, svo sem málþroska, samskiptafærni, stærðfræði, samfélagsvitund og þau auka færni sína í hlutverkaleik.
Holukubbar eða Hollow blocks, bjóða upp á innanhússleik sem þjálfar grófhreyfingar og styður öll námssvið. Möguleikarnir eru ótalmargir með þessum frábæru kubbum. Börn geta byggt mannvirki í barnastærð til að leika í, á meðan þau þjálfa ímyndunaraflið.
Kubbarnir eru opinn efniviður sem hefur ekki fyrirfram ákveðið hlutverk. Þá reynir á ímyndunarafl barnanna og stuðlar að skapandi úrlausnum og hugsun og engin útkoma er rétt eða röng. Efniviðurinn er hvetjandi, ýtir undir sköpunarkraft, ímyndunarafl og tjáningu þannig að hugmyndir barnanna fái að njóta sín.
Kubbarnir henta fyrir leikskóla og grunnskóla.




