Þrautabrautir
Sýnir allar 9 niðurstöður
Þrautabrautir fyrir börn frá 3 til 6+ ára
Þrautabrautir með jafnvægisslám, jafnvægisbrú, rólum, göngum, klifurnetum og klifurveggjum til að auka þroska, hreyfigetu og hreyfifærni fyrir alla aldurshópa.
Þessi útileiktæki frá Krumma, þrautabrautir og hindrunarbrautir, fela í sér að hægt er að stökkva, skríða, klifra, hlaupa, sveifla sér, skynja og halda jafnvægi. Útileiktækin eru einnig hönnuð með fatlaða einstaklinga í huga.
Hreyfing hjá börnum eykur vellíðan, gleði og ánægju og börn læra mikið í gegnum hreyfingu. Nauðsynlegt er að börn fái krefjandi áskoranir til hreyfingar bæði inni og úti, að þróa innra jafnvægi til að geta brugðist sjálfkrafa við stöðugum breytingum á fótastöðu og líkamsstöðu.








