LA SIESTA Hengirúm með stöngum

kr. 14.900kr. 42.000

Hengirúm með stöngum frá La Siesta. Helsti munur á þeim og án stanga er að gæta þarf að ekki sé slaki á hengirúmum með stöngum þegar þau eru fest, á meða þau sem eru án stanga hafa slaka. Hengirúmin með stöngum koma í þrem stærðum, einfalt, tvöfalt og fjölskyldu. Við mælum með að skoða stærðarmyndirnar vel við val á hengirúmunum.

Verð á hengirúmum með stöngum ræðst af gerð:

Fruta – 14.900,- einfalt; veðurþolið með stöng úr FSC™ vottuðum bambus

Virgina – 23.900,- fjölskyldu; neta bómull með stöng úr FSC™ vottaðri furu

Alisio – 26.000,-   tvöfalt; veðurþolið með stöng úr FSC™ vottuðum bambus

Florencia – 29.900,-   tvöfalt; GOTS vottuð lífræn bómull með stöng úr FSC™ vottuðum bambus

Alabama – 42.000,- fjölskyldu; veðurþolið og bólstrað með stöng úr FSC™ vottaðri furu og áföstum kodda

Hengirúmin eru annars vegar úr bómull og hins vegar úr HamacTex veðurþolnu efni. Bómullin er mýkri, en veðurþolna efnið er myglu og UV þolið. Veðurþolna efnið er einnig fljótara að þorna og upplitast síður. Ef ætlunin er að skilja hengirúmið eftir úti í engu skjóli, er öruggara að velja veðurþolna efnið. Fruta, Alisio og Florencia eru framleidd í Kólumbíu, en Alabama og Virgina á Indlandi.

Þvo má hengirúmin í höndum.

 
Vörunúmer: LASSTONG Flokkur: Merkimiðar: , , , ,

Lýsing

La Siesta

La Siesta var stofnað árið 1991, þegar þýsk hjón hófu innflutning á hengirúmum frá Suður-Ameríku til Þýskalands. Hugsjón þeirra var að færa fólki þá hugarró og afslöppun sem fylgir hengirúmmum, en nú hafa synir þeirra tekið við keflinu. Stefna þessa fjölskyldufyrirtækis einkennist af samfélagslegri ábyrgð og virðingu gagnvart móður jörð.

Sem dæmi má nefna að allur viður sem notaður er í La Siesta vörunum er FSC® vottaður. Enn fremur ýtti annar stofnandi La Siesta eftir því að bómull yrði ræktuð lífrænt í Kólumbíu, en meirihluti hengirúma og -stóla La Siesta eru framleidd þar. Í kjölfar þess stofnaði hann SOCiLA, sem styður við lífræna bómullarrækt í Suður Ameríku.

Viðbótarupplýsingar

Þyngd Á ekki við
Ummál Á ekki við
Efni

Veðurþolið, Lífræn bómull, Bómull – neta

Gerð

Fruta, Alisio, Alabama, Florencia, Virginia

Litur

Curaçao, Kiwi, Mango, Sea Salt, Toucan, Almond, Vanilla, Red Pepper, Navy Blue, Avocado, Arabica, Latte, Écru

vörumerki

La Siesta