LA SIESTA Standar fyrir hengirúm

kr. 29.500kr. 94.800

Standarnir frá La Siesta eru ýmist úr timbri eða stáli og koma í þrem stærðum, fyrir einfalt, tvöfalt eða fjölskyldu hengirúm. Burðarþol standanna ræðst af stærð þeirra, en standur fyrir einfalt hengirúm þolir 120 kg, tvöfalt þolir 160 kg og fjölskyldu þolir 200 kg.

Viðarstandarnir eru úr FSC™ vottuðu síberíulerki sem er sérstaklega veðurþolin viðartegund. Auk þess er búið meðhöndla viðinn með sérstakri háþrýsti lamineringu og aðferð til að gera hann vatnsþolnari. Viðarstandarnir eru framleiddir í Kína.

Stálstandarnir eru dufthúðaðir sem gerir þá endingargóða og auðvelda að hreinsa. Þeir eru mjög einfaldir og fljótlegir í samsetningu sem gerir þá einkar meðfærilega. Stálstandarnir eru framleiddir í Indlandi.

Vörunúmer: LASSTANDRUM Flokkur: Merkimiðar: , , , , , ,

Lýsing

La Siesta

La Siesta var stofnað árið 1991, þegar þýsk hjón hófu innflutning á hengirúmum frá Suður-Ameríku til Þýskalands. Hugsjón þeirra var að færa fólki þá hugarró og afslöppun sem fylgir hengirúmmum, en nú hafa synir þeirra tekið við keflinu. Stefna þessa fjölskyldufyrirtækis einkennist af samfélagslegri ábyrgð og virðingu gagnvart móður jörð.

Sem dæmi má nefna að allur viður sem notaður er í La Siesta vörunum er FSC® vottaður. Enn fremur ýtti annar stofnandi La Siesta eftir því að bómull yrði ræktuð lífrænt í Kólumbíu, en meirihluti hengirúma og -stóla La Siesta eru framleidd þar. Í kjölfar þess stofnaði hann SOCiLA, sem styður við lífræna bómullarrækt í Suður Ameríku.

Viðbótarupplýsingar

Þyngd Á ekki við
Ummál Á ekki við
Efni

Viður, Stál

Gerð

Elipso, Nautico, Mediterráneo

Stærð

Einfalt, Tvöfalt, Einfalt og Tvöfalt, Fjölskyldu

vörumerki

La Siesta