Skip to main content

#heilsustólar

Heilsustólar, hnakkastólar og jógastólar

Heilsukollar eru vandaðir og meðfærilegir heilsustólar sem ýtir undir rétta líkamsstöðu.  Heilsustólar eru skrifborðsstólar sem styrkja bak- og magavöðva á meðan setið er og henta vel við háa vinnuaðstöðu eða hálfstandandi stöðu.
Söðulstólarnir, tyllistólar eða hnakkstólar eru á hjólum og eru með baki eða án, fótstigi og hæðarstillanlegri setu og einnig er hægt að stilla halla á setunni á stólunum. Heilsustólarnir eru einstaklega þægilegir og styðja rétt við líkamann og kírópraktorar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfarar mæla með þessum stólum.
Stólarnir henta mjög vel fyrir stofnanir, skóla, heilsugæslustöðvar, verslanir, barnaherbergi, skrifstofu og framleiðslurými.