Skip to main content

Griðastaður Nest Nook

Sendu tölvupóst á [email protected] til að panta.

Nest Nook er hannað sem öruggt og róandi athvarf fyrir börn í skólum og leikskólum. Nest Nook er hugsað sem eins konar hreiður þar sem er notalegt og skjólgott rými fyrir börn til að slaka á. Nest nook er úr gegnheilu beyki með ávölum, sléttum brúnum og engum lausum hlutum og er hann hannaður með tilliti til öryggis og endingar. Veggir bolsins draga úr birtu, hljóði og truflunum og gólfið er upphækkarð og teppalagt og hægt að draga fyrir opið.
Öll börn þurfa stundum rólegan stað til að hvíla sig. Á hverjum degi eru börn útsett fyrir stöðugri örvun og áreyti sem gerir kröfur til athygli þeirra, tilfinninga og rýmis. Hvert skilningarvit hefur takmörk fyrir því hversu miklar upplýsingar barn getur tekist á við. Þess vegna er mikilvægt að í boði sé öruggt og rólegt rými þar sem barn getur staldrað við, róað sig niður, hlaðið batteríin og endurheimt sjálfstraustið til að taka aftur þátt í leik.
Mikilvægt er að staðsetja Nest Nook á rólegan stað í rýminu þar sem áreyti er lítið. Nest Nook er með handföng og því auðvelt að færa úr stað.

Vörunúmer: COMM801 Flokkur: Merkimiði:

Lýsing

Upplýsingar um vöru
Ráðlagður aldur: 2–6 ára
Mál: Hæð 82 cm, Breidd; 60 cm, Dýpt; 55 cm
Hæð ops: 57 cm
Upphækkað gólf og teppalagt undirstrikar rólegan griðarstað.
Handföng verða að kíkjagötum sem gera barninu kleift að fylgjast með því sem gerist frá öruggum stað.
Hægt er að fjarlægja gólfteppið til að auðvelda þrif.
Tjaldið er gegnsætt og dregur úr áhrifum ljóss og sjónrænt áreyti.
Taldið er auðvelt að fjarlægja.
Hollow Nook er úr geignehilum beykivið með ávölum og sléttum brúnum.
Sterk uppbygging gerir börnum kleift að styðja sig við hliðarnar.

vörumerki

Community Playthings

Börnin í fyrsta sæti

Börn vilja leika sér. Þau vilja frelsi til að uppgötva, ímynda sér og finna upp á nýjum hlutum. Að hlaupa, hreyfa sig og dansa. Að reyna og að ná árangri. Þau vilja vera á stað til að deila með vinum sínum. Þau þurfa stað þar sem þau geta verið ein til að lesa eða hugsa, eða bara vera til. Hjá Community Playthings leyfum við einkunnarorðunum okkar, "Börnin í fyrsta sæti" að leiða okkur þegar við hönnum, smíðum og búum til traust viðarhúsgögn og leikföng og leiktæki sem styðja börnin ykkar í leik og námi. Vörur okkar eru vísvitandi einfaldar og opnar, sterkar og fallegar til að veita börnunum þínum frelsi til að nota ímyndunarafl sitt, til að þroskast og vaxa.

Gerðar til að endast

Vörur Community Playthings eru sterkar, öflugar og hannaðar fyrir börn til daglegrar notkunar. Til að tryggja að allar vörur standist 15 ára ábyrgðina notum við einungis hágæða efni, sem tryggir langan endingartíma, aukið verðmæti vörunnar og minni rekstrarkostnað til lengri tíma. Community Playthings notar eingöngu alvöru, traustan við – ekki gervivið eins og MDF. Utandyra notum við Accoya®, sérunnan og gagnvarinn við sem er meðal annars notaður í þil og palla. Efnið er eitt það besta sem völ er á og hannað til að þola daglega notkun í leikskólaumhverfi. Sileather™, sem er notað á öll mjúku sætin á okkar vörum er hægt að hreinsa með alhliða sótthreinsiefni. Sækja bækling frá Community Playthings. um Outlast útikubbar og útihúsgögn um Roomscapes skápar og skilrúm um skynjunarleikur (sullukar, leikborð) um kennaraborð um bókaskápar og bókavagn um borð og stólar um kubbar um hlutverkaleikur um ToddleBoxes um fataherbergi um hvíldarherbergi um málning um hreyfing um Nooks